Einföld ráð fyrir betri svefn

Nægur og góður svefn bætir andlega heilsu, eykur vellíðan og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við álag og verkefni daglegs lífs. Jákvæð áhrif svefns á andlega heilsu hafa lengi verið þekkt og getur góður svefn meðal annars dregið úr depurð, kvíða og streitu. Til að jákvæð áhrif svefnsins komi fram, þá skiptir máli að sofa nóg, sofa vel og ná samfelldum svefni, svo líkaminn og heilinn hafi tækifæri til að hvílast og jafna sig eftir áreiti dagsins.

Svefngæði skipta máli

Góður svefn hjálpar okkur að vinna úr áreitinu sem við upplifum yfir daginn. Margir hafa sjálfsagt þurft að fórna svefninum til þess að reyna að vinna upp tíma í vinnu, námi eða daglegu lífi, en slíkt kemur fljótt niður á líðan okkar og heilsu. Þó svo að mælt sé með að hver og einn fái að minnsta kosti 7 klst af svefni á nóttu, þá er lengd svefnsins ekki það eina sem skiptir máli, heldur einnig gæði hans.

 

En hvernig er hægt að auka gæði svefnsins? 

Svefn skiptist í nokkur stig sem við flöktum á milli þegar við sofum: léttan svefn, djúpan svefn og draumsvefn. Við skiptum á milli þessara stiga nokkrum sinnum á nóttu en sá tími sem við dveljum í hverju svefnstigi eru í beinu samhengi við það hversu endurnærandi svefninn er og líka hversu úthvíld við erum þegar við vöknum . Djúpsvefn er sá hluti svefns sem er mest endurnærandi og á sér stað að mestu leyti fyrri hluta nætur sem gerir tímann sem við leggjumst til hvílu mjög mikilvægan. Því fyrr sem við förum að sofa því líklegra er að við náum lengri tíma af djúpum svefni, sem bætir heildargæði svefnsins. Þannig aukast líkurnar á því að við vöknum úthvíld.

Svefnráð sem gott getur verið að fara eftir

Góður og endurnærandi svefn er okkur lífsnauðsynlegur og þjónar mikilvægu hlutverki fyrir andlega heilsu og líðan. Við erum öll sérfræðingar í eigin svefni og þekkjum okkar eigin svefnmynstur vel. Það ætti því að vera nokkuð auðvelt fyrir flest okkar að huga vel að svefninum og stuðla þannig að bættri vellíðan á erfiðum tímum. Hér eru nokkur svefnráð sem gott er að fara eftir:

1. Fara að sofa og vakna á svipuðum tíma

Reglulegt svefnmynstur stuðlar að góðum svefni og heldur líkamsklukkunni í jafnvægi.

2. Hreyfing og útivera

Reglubundin hreyfing af meðal ákefð getur bætt svefninn verulega og auðveldað okkur að festa svefn á kvöldin.

3. Draga úr neyslu á koffíni og sleppa áfengi

Neysla á kaffi, orkudrykkjum og áfengi dregur verulega úr svefngæðum. Þessi efni valda því að svefninn verður grynnri, viðkomandi hvílist verr og nær ekki þeim endurnærandi áhrifum sem svefninn getur veitt.

4. Hafa dimmt á kvöldin og bjart á daginn

Líkaminn notar birtustigið í kringum sig til að meta hvenær á að hátta og vakna. Best er að hafa daufa birtu í kringum sig á kvöldin og fyrir svefninn en bjart á morgnanna og daginn11. Dagsljósalampar og vekjaraklukkur eru frábær hjálpartæki í skammdeginu.

5. Engan skjátíma fyrir svefninn

Birtan frá símum, spjaldtölvum, sjónvörpum og öðrum skjám heldur okkur vakandi. Við verðum því síður syfjuð við notkun slíkra tækja og þá getur verið erfitt að sofna.

Þú getur sofið betur

Þegar góð svefnráð duga skammt er hægt að leita að vægum lausnum til þess að rjúfa neikvætt svefnmynstur.  Jurtalyf og góð vísindalega rannsökuð fæðubótarefni geta hjálpað líkamanum að brjóta upp neikvæð mynstur, hjálpað að auka ró að kvöldi og stuðla að samfelldum svefni.

Jurtalyfið Sefitude frá Florealis er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude er viðurkennt jurtalyf inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana), en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og staðfest í klínískum rannsóknum. Sefitude er tekið inn að kvöldi og hjálpar viðkomandi að róast og sofna. Sefitude getur dregið úr því að fólk vakni oft upp á nóttunni og stuðlar þannig að samfelldum svefni. Lyfið má líka nota til að meðhöndla vægan kvíða.

Melatónín er hormón sem er framleitt í heilanum og hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna. Melatónín eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró.

Magn melatóníns dvínar í líkamanum þegar sólin fer á loft, vekur okkur af værum blundi og gerir okkur þannig móttækileg til að fara á fætur.

Til þess að fá endurnærandi svefn þarf líkaminn að seyta nægu melatóníni til þess að viðhalda svefnástandi alla nóttina. Rétt magn melatóníns í líkamanum heldur dægursveiflunni á réttu róli, en fari hún úr skorðum geta svefntruflanir farið að láta á sér kræla. Lágmarksskammtur er 1mg skömmu fyrir svefn.

SagaPro fækkar tíðum þvaglátum með því að hjálpa þvagblöðrunni fyllast betur fyrir hverja tæmingu. Tíð þvaglát valda jafnan mikilli truflun á nætursvefni og finna margir mun á gæðum svefnsins eftir að inntaka hefst á SagaPro. SagaPro inniheldur handtínda íslenska hvönn sem hefur verið ein merkasta lækningajurtin í Norður-Evrópu í mörg hundruð ár. Varan er klínískt rannsökuð og hefur í gegnum árin sannað virkni sína og bætt lífsgæði fjölda einstaklinga. Með því að taka 1-2 töflur af SagaPro er hægt að koma í veg fyrir eða fækka salernisferðum bæði að nóttu og degi.

Hér getur þú lesið þér meira til um svefn

Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum

Notkun garðabrúðu (Valeriana officinalis) má rekja allt aftur til 5. aldar fyrir Krist. Áhrif garðabrúðu á svefnraskanir og svefnmynstur hafa verið töluvert rannsökuð. Garðabrúða hefur róandi og svæfandi áhrif. Jarðstöngull og rót jurtarinnar eru þeir hlutar sem eru nýttir til lyfjagerðar.

Lesa meira →

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni?

Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Lesa meira →

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress

Þegar við fetum lífsins veg verða á vegi okkar mis krefjandi áskoranir, minniháttar erfiðleikar og meiriháttar áföll – sem geta skapað streitu og kvíða. Ómögulegt er fyrir nokkurn mann að stjórna aðstæðum hverju sinni, en við getum gert okkar allra besta til að hafa stjórn á því hversu mikil áhrif slíkar áskoranir hafa á líðan okkar.

Lesa meira →
Algengar spurningar um Rosonia
Leiðarvísir að ævilöngum ljóma
Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0