Algengar spurningar um Rosonia

Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.

Lesa meira →

Lichen sclerosus, þögull og vangreindur sjúkdómur

Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.

Lesa meira →

Má nota sápu á píkuna?

Má ég nota venjulega sturtusápu á píkuna? Það er mikilvægt að þvo píkuna og svæðið í kring vel, líkt og aðra hluta líkamans. Það er …

Lesa meira →

Hvernig hefur sýrustig í leggöngum áhrif á kynheilsu?

Mjög mikilvægt er fyrir heilbrigði legganga að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH gildi). Eðlilegt pH gildi legganga er töluvert súrt, á milli 3.8 og 4.5, sem heldur gerlaflórunni í jafnvægi og verndar gegn sýkingum.

Lesa meira →

Hvaða einkenni fylgja sveppasýkingu?

Sveppurinn Candida albicans er hluti af eðlilegri bakteríuflóru legganganna. Þegar sýrustigið raskast nær sveppurinn að fjölga sér umfram góðu bakteríurnar (e. lactobacilli) í leggöngunum og sá ofvöxtur kallast sveppasýking (e. candidiasis).

Lesa meira →

Hvað er bakteríusýking (e. bacterial vaginosis)?

Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.

Lesa meira →
Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0