Sortulyng – Náttúrulegt ráð við blöðrubólgu
Blöðrubólgur eða þvagfærasýkingar eru sérstaklega algengar á meðal kvenna. Sumar fá slíkar sýkingar endurtekið. Lyngonia frá Florealis er viðurkennt jurtalyf við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum en það inniheldur útdrátt úr sortulyngi. Um er að ræða fyrsta jurtalyfið á Íslandi sem var viðurkennt af Lyfjastofnun. Þar sem að sortulyngið í Lyngonia er á meðal elstu lækningajurta sem notaðar hafa verið á Íslandi þá tókum við saman smá fróðleik um þessa frábæru jurt og lyfjavirkni hennar.
