Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti. Hér á eftir eru algengar spurningar varðandi óþægindi sem konur finna fyrir.
Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar.